banner
   sun 11. ágúst 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino ánægður með Ndombele
Mauricio Pochettino og Tanguy Ndombele
Mauricio Pochettino og Tanguy Ndombele
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var ánægður með framlag Tanguy Ndombele í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en liðið vann 3-1 sigur á Aston Villa.

Franski miðjumaðurinn var keyptur frá Lyon í sumar fyrir 65 milljónir punda og sýndi í gær hvað hann er fær um að gera.

Hann jafnaði metin tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok áður en Harry Kane skoraði tvö mörk undir lokin.

„Hann sýndi aðeins 30-40 prósent af hæfileikum sínum í gær og hann á enn eftir að bæta sig. Hann þarf að vinna í því að skora fleiri mörk því hann skoraði ekki mörg mörk hjá Lyon og hann mun halda áfram að bæta það," sagði Pochettino.

„Það er samt snemmt að tala um þetta núna, þetta var fyrsti leikurinn og hann skoraði. Ég er ánægður fyrir hans hönd. Þegar leikmaður kemur frá öðru liði úr öðru landi þá er erfitt að aðlagast en það hjálpar honum þegar honum líður vel innan sem utan vallar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner