Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. ágúst 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Juve þurfi að losa sig við sex menn út af Meistaradeildinni
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala var sterklega orðaður við bæði Manchester United og Tottenham, en verður eins og staðan er núna áfram í herbúðum Ítalíumeistara Juventus.

Dybala er 25 ára gamall Argentínumaður sem kom til Juventus frá Palermo árið 2015.

Svo virðist sem Juventus hafi verið tilbúið að losa sig við Dybala en það er spurning hvað gerist núna. Maurizio Sarri, stjóri Juventus, segist þurfa að losa sig við sex leikmenn.

„Stundum finnst mér það furðulegt sem ég les í fjölmiðlum. Þið talið alltaf um ákvarðanir Sarri, ákvarðanir (yfirmanns knattspyrnumála hjá Juventus, Fabio) Paratici," sagði Sarri við fjölmiðlamenn.

„Hafið þið séð hópinn hjá okkur? Við þurfum að losa okkur við sex leikmenn fyrir Meistaradeildarhópinn hjá okkur, ég hef hvergi lesið það. Annars myndu þessar ákvarðanir líta fáránlega út."

„Við þurfum að losa okkur við sex leikmenn og það kemur mér í erfiða stöðu. Síðustu 20 dagarnir í félagaskiptaglugganum verða erfiðir fyrir okkur. Þetta er vandræðaleg staða vegna þess að við erum í hættu á að skilja mjög góða leikmenn utan hóps."

„Þetta er staða sem við verðum að leysa það."

Í Meistaradeildarhópum sínum mega félög aðeins vera með 25 leikmenn, þar af tvo markverði.

Einnig er það í reglum að félög verða að hafa fjóra leikmenn sem hafa komið upp hjá félaginu og átta leikmenn sem eru aldir upp í landinu sem félagið er í.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner