Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 11. ágúst 2019 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Souness um Pogba: Myndi ekki vilja hafa hann í klefanum
Graeme Souness er sparkspekingur á Sky
Graeme Souness er sparkspekingur á Sky
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, sparkspekingur á Sky, skýtur enn og aftur á Paul Pogba, leikmann Manchester United, í viðtali við Times.

Það er löngu vitað að Souness er ekki mesti aðdáandi Pogba en franski miðjumaðurinn hefur reynt að komast frá United í allt sumar og er útlit fyrir að tvö félög berjist um hann undir lok gluggans.

Juventus og Real Madrid hafa áhuga en eru þó ekki reiðubúin að borga uppsett verð.

Souness vill Pogba burt frá United en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hnýtir í leikmanninn.

„Ef ég væri sitjandi í búningsklefa Man Utd þá væri ég fyrst og fremst sáttur með að Lukaku er farinn og svo vil ég hafa Pogba þarna heldur ef hann er ekki til í slaginn og vill fara frá félaginu," sagði Souness.

„Þeir bera jafn mikla ábyrgð og aðrir í liðinu fyrir úrslitum liðsins á síðustu leiktíð en samt hafa þeir alltaf haldið því fram að þetta væri öllum öðrum að kenna."

„Höfum það á hreinu að þeir eru líka partur af ástæðunni fyrir því að liðið er ekki í Meistaradeildinni. Real Madrid er að reyna að fá Pogba á tombóluverði því félagið er ekki viss um standið á honum og Inter vildi ekki borga of hátt verð fyrir Lukaku því hann var ekki að gera neitt sérstaklega góða hluti heldur,"
sagði Souness ennfremur.

Sjá einnig:
Souness: Milner framyfir Pogba alla daga vikunnar
Souness: Engin önnur ástæða fyrir því að Pogba sé í liðinu
Souness ráðleggur Frökkum að hafa Pogba á bekknum
Souness gagnrýnir Pogba í enn eitt skiptið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner