Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 11. ágúst 2019 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsti sigur Man Utd á Chelsea frá 1965
Daniel James fagnar marki sínu.
Daniel James fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Manchester United byrjar ensku úrvalsdeildina frábærlega, á 4-0 sigri gegn Chelsea.

Chelsea byrjaði af krafti, en United komst yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Um miðjan seinni hálfleikinn tók United leikinn yfir og skoraði þrjú mörk til þess að tryggja sér mjög þægilegan sigur.

Þetta er stærsti sigur Manchester United á Chelsea í leik í efstu deild frá 1965, þegar United lék undir stjórn Sir Matt Busby.

Chelsea endar þessa 1. umferð í fallsæti og er þetta í fyrsta sinn frá 2000 sem Chelsea endar dag í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Opta tók þessa tölfræði saman.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner