Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. ágúst 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Aston Villa: Viljum veita öðrum liðum samkeppni
Dean Smith, stjóri Aston Villa
Dean Smith, stjóri Aston Villa
Mynd: Getty Images
Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa á Englandi, segir að liðið ætli sér veita hinum liðunum mikla samkeppni í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham vann Aston Villa 3-1 í fyrstu umferðinni í gær en Villa komst yfir á 9. mínútu og tókst að halda það út í rúmlega 70 mínútur áður en Tanguy Ndombele skoraði.

Harry Kane bætti við tveimur undir lokin en Villa-liðið leit þokkalega út miðað við nýliða.

„Fólk gleymir því að mikið af leikmönnunum sem við vorum með á síðustu leiktíð voru á láni. Við höfum samt náð að halda okkur ágætlega og það hefur ekki verið eins erfitt og ég hélt. Það var mikilvægt í gær að halda hjartslættinum gangadi og við gerðum það," sagði Smith.

„Við viljum veita samkeppni í þessari deild og í næstu viku munum við ganga inn á Villa Park. Því miður löbbuðum við inná völlinn með 0 stig en við ætlum að vinna í því," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner