Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 11. ágúst 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Adrian á eftir að aðlagast nokkuð auðveldlega
Adrian spilaði sinn fyrsta leik gegn Norwich
Adrian spilaði sinn fyrsta leik gegn Norwich
Mynd: Liverpool
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að Adrian eigi eftir að gera góða hluti með liðinu í fjarveru Alisson Becker.

Alisson meiddist á 39. mínútu gegn Norwich og ljóst að hann verður frá næsta mánuðinn eða svo.

Spænski markvörðurinn Adrian samdi við Liverpool á mánudag og kom inná í stað Alisson en Van Dijk hefur engar áhyggjur af honum.

„Alisson er mjög mikilvægur fyrir liðið en hver sem útkoman verður á þessum meiðslum þá verðum við að takast á við það," sagði Van Dijk.

;,Adrian er á þeim aldri og þeim stað á ferlinum að hann getur komið inn í liðið og aðlagast nokkuð auðveldlega. Hann hefur gengið í gegnum margt í ensku úrvalsdeildini. Þegar hann kom inná þá óskaði ég honum góðs gengis og að gera það sem hann er vanur að gera," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner