Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. ágúst 2019 21:00
Magnús Már Einarsson
Vonast til að Arnþór Ingi nái leiknum í undanúrslitum
Arnþór Ingi Kristinsson.
Arnþór Ingi Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, miðjumaður KR, var ekki með liðinu í 4-1 tapi gegn HK í dag.

Arnþór Ingi, sem hefur verið mjög öflugur í sumar, er að glíma við meiðsli en Finnur Orri Margeirsson tók stöðu hans í dag.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast til að Arnþór nái leiknum gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn.

„Það voru smávægileg meiðsli og við vildum ekki taka neina séns með hann," sagði Rúnar eftir leikinn í dag.

„Við eigum góða leikmenn sem geta tekið við af honum. FInnur Orri var í þessari stöðu í byrjun móts og er að koma til baka eftir meiðsli núna. Við sendum hann út á völl og hann stóð sig ágætlega. Vonandi verður Arnþór heill á miðvikudaginn."

Hér má sjá viðtal við Rúnar eftir leikinn í dag.
Rúnar Kri: Voru að bíða eftir að aðrir myndu redda þeirra eigin skinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner