banner
   þri 11. ágúst 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Sturridge vill fara aftur til Englands - Segist eiga ókláruð verkefni
Mynd: Getty Images
Framherjinn Daniel Sturridge hefur lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Hinn þrítug Sturridge er án félags eftir að hafa rift samningi hjá Trabzonspor í Tyrklandi í mars síðastliðnum eftir að hann var dæmdur í fjögurra mánað bann fyrir brot á veðmálareglum.

„Við erum með möguleika úti um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað ensku úrvaldeildina," sagði Sturridge í viðtali við Sky Sports.

„Ég tel að ég hafi margt fram að færa í ensku úrvalsdeildinni og það er minn fyrsti kostur. Ég á ókláruð verkefni þar og ég vil fara aftur þangað og spila þar."

Sturridge hefur skorað 105 mörk í 306 leikjum á Englandi með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom.
Athugasemdir
banner
banner