þri 11. september 2018 17:28
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi: Lítið óvænt
Icelandair
Eden Hazard leikmaður Chelsea er á sínum stað í byrjunarliðinu.  Hér er hann á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Eden Hazard leikmaður Chelsea er á sínum stað í byrjunarliðinu. Hér er hann á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir mætir Íslandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.

Belgar kræktu í brons á HM í sumar og óhætt er að segja að þar sé valinn maður í hverju rúmi.

Lítið kemur á óvart í liðsuppstillingu Belga en það er afar líkt liðinu frá því á HM í sumar. Stillt er upp í 3-4-3 með ógvænlega sóknarlínu þar sem Eden Hazard, Romelu Lukaku og Dries Mertens spila.

Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem og Marouane Fellaini miðjumaður Manchester United.

Athugasemdir
banner
banner
banner