Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. september 2018 20:40
Fótbolti.net
Einkunnir Tryggva: Rúnar Már bestur
Icelandair
Rúnar Már er valinn maður leiksins í íslenska liðinu.
Rúnar Már er valinn maður leiksins í íslenska liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 3-0 gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld.

Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, er búinn að skila inn einkunnagjöf sinni eftir leik kvöldsins.



Hannes Þór Halldórsson 4
Ekki sjálfum sér líkur. Átti að gera betur í öðru markinu.

Birkir Már Sævarsson 4
Verður að gera betur þegar hann er með boltann. Þetta er nú einu sinni fótbolti, ekki 100 metra hlaup.

Sverrir Ingi Ingason 4
Sekur um mistök í tveimur mörkum af þremur. Það er dýrt.

Ragnar Sigurðsson 5
Saknar Kára.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Fínir krossar með vinstri annað slagið en vantar meiri nákvæmni.

Rúnar Már Sigurjónsson 6
Mjög flottur í fyrri hálfleik en hvarf svo.

Emil Hallfreðsson 5 ('84)
Eins og flestir í liðinu hálfósýnilegur.

Birkir Bjarnason 6
Með frískari mönnum. Betri á miðjunni í dag heldur en á kantinum í Sviss.

Ari Freyr Skúlason 5 ('80)
Sást lítið en sinnti varnarskyldunni ágætlega.

Gylfi Þór Sigurðsson 4
Virkar andlaus og ekki eins og sá Gylfi sem við höfum verið að hrósa undanfarin ár. Tapar bolta illa í þriðja markinu.

Jón Daði Böðvarsson 5 ('70)
Var góður fyrstu fimm mínúturnar en fylgdi því ekki eftir.

Varamenn

Kolbeinn Sigþórsson 5 ('70)
Fékk úr litlu að moða en virkilega gaman að sjá hann aftur á vellinum. Maður hefur meiri trú á að Ísland skori þegar hann er inn á.

Guðlaugur Victor Pálsson ('80)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Arnór Ingvi Traustason ('84)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner