Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 11. september 2018 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti landsleikur Kolbeins síðan Ísland féll úr leik á EM
Icelandair
Þessi mynd er tekin eftir síðasta landsleik Kolbeins, eftir tapið gegn Frakklandi á EM.
Þessi mynd er tekin eftir síðasta landsleik Kolbeins, eftir tapið gegn Frakklandi á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson var að koma inn á sem varamaður fyrir Ísland gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Kolbeinn fær síðustu 20 mínúturnar í leiknum.

Staðan er 2-0 fyrir gestina frá Belgíu og er Kolbeinn að koma inn á í þeirri von um að geta lagað stöðuna eitthvað.

Kolbeinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla og lítið sem ekkert spilað fótbolta síðastliðin tvö ár. Hann er í kvöld að leika sinn fyrsta landsleik síðan Ísland féll úr leik á EM 2016, í 8-liða úrslitum gegn Frakklandi.

Kolbeinn er líklega besti hreinræktaði sóknarmaðurinn sem spilað hefur fyrir íslenska landsliðið og talar tölfræðin sínu máli í þeim efnum. Hann er með 22 mörk í 44 landsleikjum.

Kolbeinn er á mála hjá franska félaginu Nantes en hann er ekki inn í myndinni þar. Waldemar Kita, forseti Nantes lét Kolbein heyra það í síðustu viku. Kita sagði þá að Kolbeinn hefði hafnað tilboði frá Panathinaikos í Grikklandi þar sem hann vildi fá meiri peninga. Kolbeinn svaraði forsetanum og sagði yfirlýsingar hans ekki eiga við rök að styðjast.

Kolbeinn er áfram samningsbundinn Nantes og hann nær væntanlega ekki að færa sig um set fyrr en í janúar.



Athugasemdir
banner
banner
banner