Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. september 2018 21:34
Ísak Máni Wíum
Hamren: Getur verið sigurvegari þrátt fyrir tapaðan leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við ætluðum að eiga góða frammistöðu eftir lélegan leik í Sviss. Ég er ánægður með leikinn þrátt fyrir tapið," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi eftir 3-0 tap gegn Belgum í kvöld.

Maður getur verið sigurvegari þrátt fyrir að hafa tapað leik. Við getum verið sáttir með frammistöðuna, við börðumst sem lið en ekki 11 einstaklingar eins og í leiknum gegn Sviss."

Íslenska liðið var miklu þéttara en gegn Sviss en náði lítið sem ekkert að halda boltanum innan liðsins.

Við þurfum að vera beinskeyttir, við getum ekki verið að hanga a á boltanum og beðið eftir því að Belgar fari til baka í vörn. Því ef við missum boltann með fáa til baka þá eru Belgar eitt besta lið í heimi í að beita skyndisóknum."

Að lokum var Hamren spurður hvort hann sæi eftir því að hafa tekið við Íslandi, en hann kvaðst svo ekki vera.

Ég vissi að fyrstu leikirnir væru erfiðir þegar ég tók við liðinu. Við spilum tvisvar við næst besta lið í heimi, einu sinni við besta lið í heimi og tvisvar við Sviss."
Athugasemdir
banner
banner