Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. september 2018 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard og Lukaku erfiðir við að eiga - Mögnuð tölfræði
Staðan 2-0 í hálfleik
Icelandair
Eden Hazard er að leika sinn 94. landsleik.
Eden Hazard er að leika sinn 94. landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lukaku er markahæstur í sögu Belgíu.
Lukaku er markahæstur í sögu Belgíu.
Mynd: Getty Images
Ísland byrjaði leik sinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni af krafti en eftir því sem liðið hefur á fyrri hálfleikinn hafa strákarnir okkar fallið aftar og aftar á völlinn og það kostaði sitt.

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 2-0 fyrir Belgíu. Búið er að flauta til hálfleiks.

Belgarnir, sem eru með ógnarsterkt lið, komust yfir á 29. mínútu þegar Eden Hazard skoraði úr vítaspyrnu eftir að Sverrir Ingi Ingason tók Romelu Lukaku niður í teignum. Lukaku var svo á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann skoraði annað mark Belgíu.


Það er hægara sagt en gert að stoppa leikmenn eins og Hazard og Lukaku sérstaklega í ljósi þess hvernig þeir hafa verið að spila með belgíska landsliðinu upp á síðkastið.

Lukaku er markahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins en hann er kominn með 19 mörk í síðustu 17 landsleikjum sínum, og 37 landsliðsmörk frá 2014.

Í síðustu 27 leikjum sínum fyrir Belgíu hefur Hazard skorað 14 mörk og lagt upp 14 mörk. Þess má geta að Hazard, sem er 27 ára, er að leika sinn 94. landsleik á Laugardalsvelli í kvöld.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Íslands og Belgíu.

Smelltu hér til að sjá mörkin úr fyrri hálfleiknum af vef Vísis.

Seinni hálfleikurinn hefst bráðlega. Vonandi náum við aðeins að stríða Belgunum í síðari hálfleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner