þri 11. september 2018 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku tileinkar móður sinni mörkin gegn Íslandi
Icelandair
Lukaku í leiknum í kvöld.
Lukaku í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Romelu Lukaku átti frábæran leik þegar Belgía sigraði Ísland í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og skoraði Lukaku tvö.

Auk þess að skora tvö þá fiskaði hann vítaspyrnu sem Eden Hazard skoraði úr í fyrsta markinu.

Lukaku er oft gagnrýndur hjá Manchester United en það er ekki hægt að líta fram hjá tölfræðinni. Hann er aðeins 25 ára og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins. Hann er með 43 landsliðsmörk í 77 landsleikjum.

Lukaku tileinkaði móður sinni mörkin sem hann skoraði gegn Íslandi í kvöld.

„Allar fórnir sem þú hefur fært fyrir Jordan (Lukaku) og mig. Það er bara eðlilegt að ég tileinki þér öll mörk sem ég skora. Elska þig mamma," skrifaði Lukaku á samfélagsmiðla eftir leikinn gegn Íslandi.

Sjá einnig:
Sverrir Ingi um Lukaku: Hann er nautsterkur

Hér að neðan er það sem Lukaku birti á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner