þri 11. september 2018 21:51
Elvar Geir Magnússon
Raggi og Gylfi gáfu ekki kost á viðtölum
Icelandair
Ragnar Sigurðsson svekktur eftir að Belgía skoraði.
Ragnar Sigurðsson svekktur eftir að Belgía skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru ekki allir leikmenn íslenska landsliðsins sem gáfu kost á sér í viðtöl eftir 0-3 tapið gegn Belgíu í kvöld.

Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson og fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson voru ekki í boði fyrir fjölmiðla en fjölmiðlafulltrúi KSÍ tilkynnti þetta.

Stöð 2 Sport bað um að fá þá tvo í viðtöl eftir leikinn en fékk synjun. Þá mættu þeir ekki í viðtalssvæði eftir leik.

Ragnar veitti heldur ekki viðtöl eftir tapið gegn Sviss á laugardaginn.

Strákarnir okkar hafa tapað báðum leikjum sínum í Þjóðadeildinni, samanlagt 0-9. Liðið mætir Sviss á Laugardalsvelli eftir mánuð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner