Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. september 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Þjóðadeildin í dag: Hvernig bregðast strákarnir við gegn Belgum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lukaku og Hazard mæta á Laugardalsvöll
Lukaku og Hazard mæta á Laugardalsvöll
Mynd: Getty Images
Þjóðadeildin heldur áfram í dag og strákarnir okkar verða í eldlínunni þegar eitt sterkasta landslið heims mætir á Laugardalsvöll.

Keppnin byrjaði ekki vel fyrir Íslendinga með 6-0 tapi gegn Sviss í fyrsta leik. Strákarnir hafa þó ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli í fimm ár og munu væntanlega mæta brjálaðir til leiks gegn Belgum.

Smelltu hér til að sjá líklegt byrjunarlið Íslands í leiknum.

Spánn og Króatía mætast einnig í A-deild. Spánverjar byrjuðu vel með 2-1 sigri á Englendingum á fimmtudag. Króatar eru þá fullir sjálfstrausts en liðið komst eftirminnilega í úrslitaleik HM í sumar.

Í C-deild mætast Finnar og Eistar í nágrannaslag.

þriðjudagur 11. september

A-deild
18:45 Ísland-Belgía (Laugardalsvöllur)
18:45 Spánn-Króatía

B-deild
18:45 Bosnía -Austurríki

C-deild
18:45 Finnland-Eistland
18:45 Ungverjaland- Grikkland

D-deild
18:45 Moldóva- Hvíta Rússland
18:45 San Marínó - Lúxemborg
Athugasemdir
banner
banner
banner