Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 11. október 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Atlético Madrid vill fá Bentancur
Rodrigo Bentancur fagnar marki sínu ásamt Cristiano Ronaldo
Rodrigo Bentancur fagnar marki sínu ásamt Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atlético Madrid hefur áhuga á að fá Rodrigo Bentancur frá ítalska félaginu Juventus. Þetta herma heimildir Goal.com.

Úrúgvæski miðjumaðurinn er neðarlega í goggunarröðinni hjá Juventus en bæði Miralem Pjanic og Sami Khedira eru fyrir framan hann og tækifærin verða því fá á tímabilinu.

Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid á Spáni, reyndi að fá leikmanninn í sumar en Juventus hafnaði öllum boðum. Ljóst er að Simeone mun halda áfram að reyna.

Bentancur vill fá meiri spiltíma og vonast Atlético til þess að Juventus gefi eftir í janúar.

Hann er 21 árs gamall og fastamaður í úrúgvæska landsliðinu en hann átti fína leiki með liðinu á HM í Rússlandi í sumar og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner