Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 11. október 2018 14:00
Arnar Helgi Magnússon
Bendtner ákærður fyrir líkamsárás
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Nicklas Bendtner leikmaður Rosenborg og danska landsliðsins er í vondum málum en hann hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað í síðasta mánuði.

Bendtner var handtekinn af lögreglunni í Kaupmannahöfn þetta sama kvöld eftir að leigubílstjórinn þekkti hann og gat vísað lögreglunni á hann. Leigubílstjórinn kjálkabrotnaði og þurfti að gangast undir aðgerð.

Bendtner var miður sín eftir atvikið og tjáði sig nokkrum dögum síðar.

„Ég bið liðsfélaga mína afsökunar að þetta dragi að athygli á mikilvægum tíma, ég þakka skilninginn sem ég hef þegar fengið. Það fólk sem ég hef deilt búningsklefa með í eitt og hálft ár vita það sem betur fer að ég er ekki og hef aldrei verið mikið í að koma mér í slagsmál. En ég vernda þá sem ég elska, innan sem utan vallar."

Bendtner hefur ekkert spilað með Rosenborg síðan að atvikið átti sér stað.

Dæmt verður í málinu þann 2. nóvember í Kaupmannahöfn og eftir það tekur Rosenborg ákvörðun um stöðu Bendtner hjá klúbbnum.

Athugasemdir
banner
banner