Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. október 2018 21:09
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Íslands - Kári bestur gegn heimsmeisturunum
Icelandair
Flott frammistaða í Guingamp!
Flott frammistaða í Guingamp!
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Ísland gerði 2-2 jafntefli í vináttulandsleik gegn Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið náði fram frábærri frammistöðu og komst í 2-0 en gaf eftir í lokin þegar lykilmenn voru farnir af velli.

Hér má sjá einkunnagjöf kvöldsins.

Rúnar Alex Rúnarsson 8
Átti frábæran fyrri hálfleik og var mjög öruggur. Geggjuð markvarsla frá Dembele.

Hólmar Örn Eyjólfsson 6
Ekki vanur því að spila hægri bakvörð og átti stundum í smá basli og var óheppinn að skora sjálfsmark.

Ragnar Sigurðsson 8
Dúettinn Raggi og Kári heldur áfram að vera magnaður en Mbappe fór illa með Ragga í marki Frakka.

Kári Árnason 9 - Maður leiksins
Þvílík endurkoma í byrjunarliðið. Kári var eins og kóngur í ríki sínu gegn heimsmeisturunum og skoraði glæsilegt skallamark.

Birkir Már Sævarsson 8
Traustur að vanda.

Birkir Bjarnason 9
Hrikalega mikilvægur á miðjunni í kvöld og skoraði með hnitmiðuðu skoti

Rúnar Már Sigurjónsson 8
Hefur nýtt tækifæri sitt gríðarlega vel og á allt hrós skilið.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Fyrirliðinn naut sín vel í Guingamp.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Allt annað að sjá liðið þegar Jói er með.

Arnór Ingvi Traustason 7
Stóð vel fyrir sínu.

Alfreð Finnbogason 8
Frábært að endurheimta Alfreð. Var hættulegur í fyrri hálfleiknum og lagði upp mark Birkis.

Varamenn:

Hannes Þór Halldórsson 7
Kom inn fyrir Rúnar Alex í hálfleiknum. Átti glæsilega vörslu frá Griezmann,

Albert Guðmundsson 6
Kom inn fyrir Alfreð í hálfleiknum og átti fína spretti.

Kolbeinn Sigþórsson 6
Lék í hálftíma og lét til sín taka á toppnum. Sýndi gæði sín en fékk á sig vítaspyrnu fyrir hendi.

Aðrir spiluðu of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner