Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. október 2018 12:45
Arnar Helgi Magnússon
Glódís Perla framlengir við Rosengård
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hefur framlengt samning sinn við sænska liðið Rosengård um tvö ár. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins í dag.

Glódís gekk til liðs við Rosengård í fyrra frá Eskilstuna United. Glódís hefur verið lykilmaður í vörn Rosengård á tímabilinu en liðið situr í 2. sæti deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir.

Þrátt fyrir að vera fædd árið 1995 hefur Glódís leikið 70 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt því að eiga yfir 30 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Hún lék með Stjörnunni og HK/Víking á Íslandi.

Eins og fyrr segir á Rosengård ennþá möguleika á titlinum en lið er þremur stigum á eftir Piteå sem trónir á toppnum. Rosengård spilar gegn Hammarby á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner