Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 11. október 2018 22:09
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Þeir voru að gefast upp
Icelandair
Hannes í leiknum í kvöld.
Hannes í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Mér fannst frammistaðan frábær en tilfinningin núna er ekkert nema svekkelsi," sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-2 jafntefli við Heimsmeistara Frakka í kvöld en Ísland var 0-2 yfir þar til í lok leiksins.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  2 Ísland

„Þó að maður hefði fyrirfram tekið jafntefli á móti Heimsmeisturunum á útivelli þá spilaðist leikurinn þannig og staðan var þannig að ekkert annað en sigur kom til greina. Að fá á sig tvö mörk og tapa þessu niður er fáránlega fullt en að sjálfsögðu hellingur af jákvæðum hlutum."

„Kannski gefur þetta okkur blóð á tennurnar fyrir leikinn á móti Sviss, að hafa spilað vel, ekki náð úrslitunum sem við vildum og það situr í okkur gremja eftir það. Núna er bara svekkelsi."


Ísland hélt boltanum vel og var betra liðið á vellinum í 85 mínútur.Hannes lék seinni hálfleikinn.

„Mér fannst við verðskulda sigurinn í dag. Hann hefði mátt detta okkar megin, það var þvílík óheppni þegar þeir skora fyrra markið. Þetta var svona dæmi þar sem ef þeir næðu að skora eitt þá félli augnablikið með þeim og þeir gætu keyrt vel á okkur. Þeir voru að gefast upp en við vorum virkilega góðir í dag og getum verið ánægðirmeð að hafa rifið okkur upp eftir síðustu tvo leiki."

Nánar er rætt við Hannes í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner