Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 11. október 2018 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Jafnmargir frá Wolves og Barcelona í spænska landsliðshópnum
Mynd: Getty Images
Það er heldur betur að breytast landslagið í spænska boltanum um þessar mundir en einungis einn leikmaður Barcelona er í landsliðshópnum sem að Luis Enrique valdi á dögunum.

Þetta er mikil breyting á skömmum tíma ef byrjunarlið Spánar á móti Hollandi í úrslitum Heimsmeistarakeppninnar árið 2010 er skoðað þá má sjá að sex leikmenn frá Barcelona byrjuðu þann leik.

Carles Puyol, Xavi, Andres Iniesta, Gerard Pique, Sergio Busquets Pedro og David Villa.

Oliver Young-Myles blaðamaður á Sky Sports hefur nú skrifað grein um það hvernig fótboltinn hefur breyst frá því að Barcelona vann nánast allt sem var í boði fyrir nokkrum árum undir stjórn Pep Guardiola.

Grein Myles má lesa með því að ýta hér.

Sergio Busquets er eini leikmaður Barcelona í leikmannahópnum en Jonny Otto leikmaður Wolves er einnig í hópnum og því eiga Wolves og Barcelona jafnmarga fulltrúa í leikmannahópnum.

Spænska liðið mætir Wales í æfingaleik í kvöld áður en Englandi á mánudagskvöldið í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner