Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. október 2018 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Naby Keita æfir einn í Gíneu
Mynd: Getty Images
Naby Keita sem kom til Liverpool í sumar meiddist í leik nú á dögunum þegar Liverpool mætti Napoli í Meistaradeildinni. Napoli fór með 1-0 sigur af hólmi en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Keita var sendur á sjúkrahús eftir leikinn þar sem að hann fór í nánari skoðun. Myndatökur leiddu ekkert óeðlilegt í ljós. Í stórleiknum gegn Manchester City um helgina kom Keita inná fyrir meiddann James Milner og spilaði 75 mínútur.

Eftir leikinn gegn City flaug hann til heimalandsins þar sem að landslið Gíneu mætir Rwanda annað kvöld. Keita hefur verið í kringum liðið í vikunni en þó ekki tekið æfingar með þeim heldur æft einn.

Einhverjir stuðningsmenn hafa tjáð óánægju sína á samfélagsmiðlum og spyrja sig afhverju Keita hafa þurft að fara til Gíneu í stað þess að láta læknateymi Liverpool sjá um sig.

Liverpool mætir Huddersfield í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner