fim 11. október 2018 09:08
Arnar Helgi Magnússon
Nýr þjálfari hjá Stuttgart - Heimir Hallgríms kom til greina
Weinzierl
Weinzierl
Mynd: Getty Images
Þýskt staðardagblað í Stuttgart heldur því fram að nafn Heimis Hallgrímssonar hafi verið á borðinu hjá stjórnarmönnum þegar liðið var í þjálfaraleit nú á dögunum.

Tayfun Korkut var um helgina fyrsti þjálfarinn í þýsku úrvalsdeildini sem látinn var taka pokann sinn. Korkut tók við Stuttgart í janúar og kom í veg fyrir að liðið myndi falla á síðustu leiktíð.

Stuttgart situr á botni þýsku deildarinnar með fimm stig eftir sjö umferðir en þeirra bíður stórt verkefni eftir landsleikjahléið en þá mæta þeir toppliði Dortmund.

Liðið hefur nú ráðið Markus Weinzierl til starfa og virðist hann hafa verið á undan Heimi í goggunarröðinni.

Weinzierl hefur á sínum þjálfaraferli stýrt liðum á borð við Augsburg Schalke. Sem leikmaður spilaði Weinzierl meðal annars með þýska stórveldinu Bayern Munchen.
Athugasemdir
banner
banner
banner