Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 11. október 2018 18:32
Arnar Helgi Magnússon
Richarlison: Lít á Silva sem föður minn
Mynd: Getty Images
Richarlison, liðsfélagi Gylfa Þórs hjá Everton er enn að komast í takt við lífið á Englandi en þjálfari hans, Marco Silva hefur hjálpað honum mikið að hans sögn.

Silva sótti Richarlison til Watford fyrir síðasta tímabil frá Flumenese í Brasilíu en hann Richarlison hafði leikið með nokkrum klúbbum í heimalandinu.

„Hann kom til Brasilíu og fékk mig til Englands og hjálpaði mér þannig að láta drauminn rætast, að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur hjálpað mér það mikið að ég lít á hann sem föður minn."

„Hann er mjög skipulagður þjálfari og hann gerir miklar kröfur á leikmennina sína. Hann tekur þátt í æfingum og sínir okkur hvernig hlutirnir eru gerðir."

„Þegar ég þarf nánari útskýringar á einhverju þá fer ég á skrifstofna hans og við ræðum saman."

Everton mætir Crystal Palace í deildinni eftir landsleikjahléið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner