Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. október 2018 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Rússarnir gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm
Kokorin
Kokorin
Mynd: Getty Images
Rússnesku landsliðsmennirnir Aleksandr Kokorin og Pavel Mamaev sem réðust á mann á kaffihúsi í Moskvu í byrjun vikunnar gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm, frá þessu greinir BBC nú í morgunsárið.

Kokorin og Mamaev gáfu sig fram til lögreglunnar eftir árásina þar sem að lögreglan í Rússlandi hafði sett honum skilyrði.

Lögreglan í Rússlandi gaf Kokorin tveggja daga frest til þess að gefa sig til fram, annars yrði hann eftirlýstur. Hann ákvað því að gefa sig fram ásamt Mamaev.

Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðustu tvo sólarhringa er lögregluyfirvöld í Rússlandi fara fram á að það verði framlengt.

Farið verður fram á að tvímenningarnir hitti fórnarlambið.

Stjúpfaðir Kokorin hefur tjáð sig á Instagram þar sem hann biðst afsökunar fyrir hönd sonar síns.

„Sonur minn sér eftir þessum atburði. Hann bað mig um að koma með afsökunarbeiðni fyrir hans hönd til almennings og allra sem þetta mál varðar."
Athugasemdir
banner
banner