Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. október 2018 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Portúgal sannfærandi án Ronaldo - Færeyjar töpuðu
Mynd: Getty Images
Evrópumeistararnir frá Portúgal höfðu betur gegn Pólverjum í stærsta leik dagsins í Þjóðadeildinni.

Portúgalar kíktu í heimsókn til Póllands án Cristiano Ronaldo sem fékk frí í kjölfar nauðgunarásakana.

Fjarvera Ronaldo virtist ekki breyta miklu því gestirnir voru mun betri en heimamenn, sem komust þó yfir með marki frá Krzysztof Piatek snemma leiks.

Andre Silva jafnaði og gerði Kamil Glik sjálfsmark fyrir leikhlé. Bernardo Silva gerði svo þriðja mark gestanna snemma í síðari hálfleik og var engin leið til baka fyrir heimamenn.

Jakub Blaszczykowski kom inn sem varamaður og minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var eftir en það nægði ekki.

Portúgal er á toppi riðilsins með sex stig. Pólverjar eiga úrslitaleik við Ítalíu á sunnudaginn þar sem barist verður um annað sætið.

Ísrael lagði þá Skotland að velli í C-deildinni, Rúmenía hafði betur gegn Litháen og Serbía lagði Svartfjallaland í fyrstu viðureign nágrannaþjóðanna sem voru partur af sama landi þar til 2006.

Í D-deildinni töpuðu Færeyjar á heimavelli gegn Aserbaídsjan á meðan Kosóvó lagði Möltu.

A-deild:
Pólland 2 - 3 Portúgal
1-0 Krzysztof Piatek ('18 )
1-1 Andre Silva ('31 )
1-2 Kamil Glik ('42 , sjálfsmark)
1-3 Bernardo Silva ('52 )
2-3 Jakub Blaszczykowski ('77 )

C-deild:
Ísrael 2 - 1 Skotland
0-1 Charlie Mulgrew ('25 , víti)
1-1 Dor Peretz ('52 )
1-2 Kieran Tierney ('75 , sjálfsmark)
Rautt spjald:John Souttar, Skotland ('61)

Litháen 1 - 2 Rúmenía
0-1 Alexsandru Chipciu ('13 )
0-2 Alexandru Maxim ('90 )
1-2 Arturas Zulpa ('90 )

Svartfjallaland 0 - 2 Serbía
0-1 Aleksandar Mitrovic ('18 , víti)
0-2 Aleksandar Mitrovic ('81 )

D-deild:
Færeyjar 0 - 3 Aserbaídsjan
0-1 Richard Almeida ('28 )
0-2 Dimitrij Nazarov ('67 )
0-3 Richard Almeida ('86 , víti)

Kosóvó 3 - 1 Malta
1-0 Benjamin Kololli ('30 )
1-1 Andrei Agius ('51 )
2-1 Vedat Muriqi ('68 )
3-1 Benjamin Kololli ('81 )
Rautt spjald:Michael Mifsud, Malta ('71)
Athugasemdir
banner
banner