Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. október 2018 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
U21 tapaði fyrir Norður-Írum
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ísland U21 0 - 1 Norður-Írland U21
0-1 Daniel Ballard ('89)

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tók á móti því norður-írska í undankeppni fyrir EM 2019.

Úr varð ansi bragðdaufur leikur þar sem mikið jafnræði var með liðunum og lítið um færi.

Eina mark leiksins datt þó með gestunum. Daniel Ballard skoraði það með skalla eftir hornspyrnu frá Jamie McDonagh.

Sigurinn er mikilvægur fyrir Norður-Íra sem eru í baráttu við Slóvakíu um 2. sæti riðilsins. Ísland er ekki lengur í þeirri baráttu og situr eftir með 11 stig úr 9 leikjum.

Síðasti leikur Íslands í undankeppninni er gegn toppliði Spánverja næsta þriðjudag. Leikið verður á Fylkisvelli.
Athugasemdir
banner