Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. október 2018 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikur: Frakkar komu til baka á lokamínútunum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Frakkland 2 - 2 Ísland
0-1 Birkir Bjarnason ('30)
0-2 Kári Árnason ('58)
1-2 Hólmar Örn Eyjólfsson ('86, sjálfsmark)
2-2 Kylian Mbappe ('89, víti)

Íslenska landsliðið heimsótti það franska í vináttulandsleik í dag og var mikill ótti meðal stuðningsmanna landsliðsins eftir stór töp gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni fyrr í haust.

Heimsmeistarar Frakkar mættu til leiks með öflugt byrjunarlið þar sem Olivier Giroud, Antoine Griezmann, Paul Pogba, Raphael Varane og Hugo Lloris voru meðal byrjunarliðsmanna.

Strákarnir okkar mættu grimmir til leiks og voru engu síðri en Frakkarnir sem voru mikið með boltann, en þó alls ekki hættulegri en okkar menn.

Birkir Bjarnason kom Íslendingum yfir eftir frábæran undirbúning frá Alfreði Finnbogasyni og var staðan 0-1 í hálfleik.

Kári Árnason tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik með skallamarki eftir hornspyrnu.

Ísland hefði getað bætt þriðja markinu við áður en Frakkar, með Kylian Mbappe fremstan í flokki, vöknuðu til lífsins undir lokin.

Mbappe átti magnaðan snúning í vítateig Íslendinga og náði Hannes ekki að halda föstu skoti frá honum. Þess í stað varði hann knöttinn út í teiginn þar sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk hann í sig og endaði á því að skora sjálfsmark.

Ísland pakkaði í vörn á lokamínútunum en fékk Kolbeinn Sigþórsson boltann í höndina innan vítateigs og skoraði Mbappe úr vítaspyrnunni.

Meira var ekki skorað og frábær frammistaða Íslendinga verðskuldaði líklega sigur og gefur þjóðinni byr undir báða vængi fyrir heimaleikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner