Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Aron Elís vann Draumaliðsdeildina - Verður hann í leiknum að ári?
Aron Elís Þrándarson á landsliðsæfingu í Katar á þessu ári.
Aron Elís Þrándarson á landsliðsæfingu í Katar á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rakel Guðmundsdóttir móðir Arons með gjafabréfið frá VITA og brot af harðfisknum frá Eyjabita.
Rakel Guðmundsdóttir móðir Arons með gjafabréfið frá VITA og brot af harðfisknum frá Eyjabita.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Álasund í Noregi, bar sigur úr býtum í Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar. Aron Elís var hlutskarpastur með lið sitt „AT" en lið hans fékk 1208 stig í sumar.

„Ég var mikið að fylgjast með leikjum og þekki mjög marga leikmenn vel svo það hefur hjálpað klárlega," sagði Aron Elís en hann endaði 30 stigum á undan næsta liði.

„Auðvitað var maður að fylgjast mikið með stöðu mála í lokin en ég var með þægilega forystu fyrir lokaumferðirnar svo ég gat verið nokkuð rólegur."

Nokkrir leikmenn skiluðu flestum stigum fyrir Aron Elís í leiknum í ár. „Ég held að það hafi verið stórt að ég hélt tryggð við Thomas Mikkelsen, menn voru fljótir að selja hann þegar hann datt á smá þurrkatímabil en ég var sannfærður að hann myndi byrja skora aftur."

„Annars voru Hallgrímur Mar, Hilmar Árni og Óskar Örn leikmenn sem voru alltaf í liðinu og skiluðu helling af stigum."


Hinn 24 ára gamli Aron Elís er á förum frá Álasund eftir tímabilið en hann hefur verið orðaður við félög í Pepsi Max-deildinni. Verður hann einn af leikmönnunum sem verða í boði á Draumaliðsdeildinni á næsta ári? „Ég get bara ekki sagt neitt eins og er. Stefnan er að vera úti áfram og ég mun skoða tilboðin sem koma þaðan fyrst."

Sigurvegarinn í Draumaliðsdeildinni fær fullt af harðfisk frá Eyjabita og einnig ferð á leik í enska boltanum fyrir tvo með VITA ferðum. „Það verður einhver Liverpool leikur, það er klárt!" sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner