Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 11. október 2019 16:16
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Bleikir fánar við Laugardalsvöll í tilefni dagsins
Icelandair
Mynd: KSÍ
Í dag er bleiki dagurinn. Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleikum október. Þennan dag eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Smelltu hér til að fara á bleikaslaufan.is

Í kvöld mætast Ísland og Frakkland í undankeppni EM en KSÍ tekur þátt í bleika deginum með því að flagga bleikum fánum við Laugardalsvöll eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Leikur Íslands og Frakklands hefst 18:45 en hér má fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner