Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. október 2019 11:14
Magnús Már Einarsson
Brynjar Gauti framlengir við Stjörnuna
Brynjar Gauti Guðjónsson.
Brynjar Gauti Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson hefur gengið frá nýjum samningi við Stjörnuna en fyrri samningur hans við félagið var að renna út.

Brynjar Gauti hefur verið fastamaður í vörn Stjörnunnar síðan hann kom til félagsins frá ÍBV árið 2015.

„Brynjar er lykilleikmaður í plönum okkar til framtíðar og hefur fyrir löngu sannað sig sem afburðar varnarmaður og því er það ánægjuefni að hann skuli halda áfram með okkur," segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

Hinn 27 ára gamli Brynjar ólst upp hjá Víkingi Ólafsvík en hann hefur skorað níu mörk í 174 leikjum í efstu deild á ferlinum.

Í sumar skoraði hann mark á lokasekúndunum gegn Levadia Tallinn í Evrópudeildinni en markið kom Stjörnunni áfram í aðra umferð þar sem liðið tapaði gegn Espanyol.

Penninn hefur verið á lofti í Garðabæ í vikunni en þjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson og markvörðurinn Haraldur Björnsson hafa einnig skrifa undir nýja samninga. Þá kom framherjinn Emil Atlason til Stjörnunnar frá HK og markvörðurinn Vignir Jóhannesson frá FH.

Athugasemdir
banner
banner