Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. október 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emre Can: Er ekki ánægður hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Emre Can er ekki ánægður með sína stöðu hjá Ítalíumeisturum Juventus.

Can hefur spilað í þremur deildarleikjum á þessu tímabili, í þeim öllum hefur hann komið inn á sem varamaður. Hann var þá ekki valinn í 22 manna Meistaradeildarhóp Juventus.

Hann virðist ekki vera í merkilegu hlutverki hjá Maurizio Sarri, þjálfara Juventus.

„Ég er ekki ánægður hjá Juventus," sagði hinn 25 ára gamli Can. „Ég er ekki að spila mikið."

„Á síðasta tímabili spilaði ég mikið, sérstaklega í mikilvægum leikjum. Ég spilaði líka vel. Ég hef ekki fengið tækifæri á þessu tímabili, en ég held að ég fái þau þegar ég kem aftur eftir landsleikina."

Juventus er á toppnum í ítölsku úrvalsdeildinni með 19 stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner