Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 11. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
James Mack og Rick Ten Voorde á förum frá Víkingi
Rick Ten Voorde.
Rick Ten Voorde.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
James Mack og Rick Ten Voorde eru báðir á förum frá bikarmeisturum Víkings en þetta staðfesti Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Rick Ten Voorde er hollenskur framherji sem hefur verið hjá Víkingi undanfarin tvö tímabil.

Hinn 28 ára gamli Rick skoraði fimm mörk í 26 leikjum með Víkingi í Pepsi Max-deildinni áður en hann fór í Þór á láni í júlí síðastliðnum. Þar skoraði hann fimm mörk í ellefu leikjum í Inkasso-deildinni.

Mack er kantmaður sem kom til Víkings síðastliðinn vetur eftir að hafa áður leikið með Selfossi og Vestra.

Hinn 31 árs gamli Mack spilaði fimm leiki í Pepsi Max-deildinni með Víkingi í sumar og einn leik í Mjólkurbikarnum.

Mack hefur spilað á Íslandi síðan árið 2016 en hann er fyrirliði í landsliði Jómfrúareyja.
Athugasemdir
banner
banner