Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. október 2019 12:21
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Íshólm yfirgefur Breiðablik
Ólafur Íshólm.
Ólafur Íshólm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ólafur Íshólm hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Breiðablik en hann var varamarkvörður fyrir Gunnleif Gunnleifsson í sumar.

Anton Ari Einarsson er genginn í raðir Breiðabliks frá Val og búist við því að hann verði aðalmarkvörður þeirra grænu næsta sumar.

Ólafur kom til Breiðabliks frá Fylki árið 2017 og lék fimm leiki með Kópavogsliðinu. Hann á að baki 52 leiki með meistaraflokkum Fylkis, Fram og Blika.

Hann var lánaður til Fram í vor og stóð sig mjög vel þar. En vegna meiðsla Gunnleifs aðalmarkvarðar var hann kallaður úr láni um mitt tímabil.

Ólafur er 24 ára gamall og 192 cm á hæð. Hann spilaði tvo U-17 ára landsleiki á sínum tíma.

„Blikar þakka Ólafi góð kynni og óska honum alls velfarnaðar í komandi verkefnum," segir í tilkynningu frá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner