Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 11. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steve McClaren sækist eftir starfinu hjá Sunderland
Steve McClaren.
Steve McClaren.
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur sett sig í samband við Sunderland vegna stjórastöðunnar þar.

Sunderland rak knattspyrnustjóra sinn, Jack Ross, á þriðjudaginn. Ross hafði stýrt Sunderland í eitt og hálft ár en hann náði ekki að rífa liðið upp úr ensku C-deildinni á síðasta tímabili.

Sunderland er í 6. sæti í ensku C-deildinni.

The Northern Echo fjallar um að McClaren hafi haft samband við Sunderland og lýst yfir áhuga á starfinu.

Það hefur ekki gengið sérstaklega hjá McClaren hvar sem hann hefur þjálfað síðustu ár. Hann var síðast að þjálfa hjá QPR þar sem hann var rekinn í apríl á þessu ári.

McClaren er líklega ekki sá eini sem hefur áhuga á starfinu. Jimmy Floyd Hasselbaink og Kevin Phillips eru sagðir hafa áhuga á starfinu, en efstur hjá veðbönkum er Gareth Ainsworth, þjálfari Wycombe.
Athugasemdir
banner
banner