Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 11. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tarkowski vonsvikinn að vera ekki í landsliðshóp
Mynd: Getty Images
James Tarkowski, miðvörður Burnley, er svekktur með að vera ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Búlgaríu og Tékklandi í undankeppni EM 2020.

Tarkowski á tvo landsleiki að baki, þeir komu báðir á síðasta ári, sá seinni í september.

Hann hefur hins vegar ekki verið í hópnum síðan þá. Hinn 26 ára gamli Tarkowski hefur byrjað tímabilið vel og er Burnley í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er vonsvikinn, ég vil vera í hópnum," sagði Tarkowski.

„Mér finnst eins og ég sé að spila mjög vel. Ég er í góðu standi, ég er að spila hverja einustu mínutu og mér finnst ég aldrei hafa spilað jafnvel fyrir Burnley."

„Það er landsliðsþjálfarinn sem velur leikmennina sem hann telur henta best. Ég ætla ekki að væla yfir því."

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi Joe Gomez, Michael Keane, Harry Maguire, Tyrone Mings og Fikayo Tomori í síðasta landsliðshóp sinn.

„Ég er ánægður með mína frammistöðu og það er það eina sem ég get gert," sagði Tarkowski.
Athugasemdir
banner
banner