Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM um helgina - Heimsmeistararnir í heimsókn
Icelandair
Strákarnir okkar mæta Frakklandi í kvöld.
Strákarnir okkar mæta Frakklandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar í kvöld gegn Heimsmeisturunum sjálfum, Frakklandi, á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020.

Eftir tap í Albaníu í síðasta mánuði er Ísland þremur stigum frá Tyrklandi og Frakklandi í riðlinum, Ísland með 12 stig og Tyrkland og Frakkland með 15 stig.

Það vantar mikilvæga leikmenn í bæði lið. Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla hjá Íslandi og hjá Frökkum vantar sterka pósta eins og Paul Pogba, Kylian Mbappe og Hugo Lloris.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45, en uppselt er á leikinn.

Hér að neðan má sjá alla leiki helgarinnar í undankeppni EM 2020. Stöðuna í riðlunum má sjá hérna.

föstudagur 11. október

A-riðill:
18:45 Tékkland - England (Stöð 2 Sport)
18:45 Svartfjallaland - Búlgaría

B-riðill:
18:45 Portúgal - Lúxemborg
18:45 Úkraína - Litháen

H-riðill:
18:45 Ísland - Frakkland (RÚV)
18:45 Andorra - Moldova
18:45 Tyrkland - Albanía (Stöð 2 Sport 3)

laugardagur 12. október

D-riðill:
13:00 Georgia - Írland (Stöð 2 Sport)
16:00 Danmörk - Sviss (Stöð 2 Sport)

F-riðill:
16:00 Færeyjar - Rúmenía
18:45 Malta - Svíþjóð
18:45 Noregur - Spánn (Stöð 2 Sport)

J-riðill:
16:00 Bosnía - Finnland
18:45 Liechtenstein - Armenía
18:45 Ítalía - Grikkland

sunnudagur 13. október

C-riðill:
16:00 Hvíta Rússland - Holland (Stöð 2 Sport)
18:45 Eistland - Þýskaland

E-riðill:
16:00 Ungverjaland - Azerbaijan
18:45 Wales - Króatía (Stöð 2 Sport)

G-riðill:
18:45 Pólland - Norður Makedónía
18:45 Slovenia - Austurríki

I-riðill:
13:00 Kasakstan - Belgía (Stöð 2 Sport)
16:00 Skotland - San Marino
16:00 Kýpur - Rússland
Athugasemdir
banner
banner
banner