sun 11. nóvember 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Zlatan og Rooney í liði ársins
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney og Zlatan Ibrahimovic eru báðir í liði ársins í bandarísku MLS deildinni.

Carlos Vela, fyrrverandi kantmaður Arsenal, er einnig í liði ársins og eru því þrír fyrrverandi úrvalsdeildarleikmenn í liðinu.

Zlatan er 37 ára gamall og hefur gert 22 mörk í 27 leikjum frá komu sinni til Bandaríkjanna. Rooney er 33 ára og gerði 12 mörk í 21 leik með D.C. United.

Markahæsti maður tímabilsins er Josef Martinez og þá er Miguel Almiron, liðsfélagi hans hjá Atlanta United, eftirsóttur víða um heim eftir frábært tímabil.

Markvörður:
Zack Steffen (Columbus Crew)

Varnarmenn:
Kemar Lawrence (New York Red Bulls)
Aaron Long (New York Red Bulls)
Chad Marshall (Seattle Sounders)

Miðjumenn:
Luciano Acosta (D.C. United)
Miguel Almiron (Atlanta United)
Ignacio Piatti (Montreal Impact)
Carlos Vela (Los Angeles FC)

Sóknarmenn:
Zlatan Ibrahimovic (LA Galaxy)
Josef Martinez (Atlanta United)
Wayne Rooney (D.C. United)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner