sun 11. nóvember 2018 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur fékk 90 mínútur fyrir landsleikjahlé
Svekkjandi tap gegn botnliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er áfram í A-landsliðinu og er í hópnum sem mætir Belgíu á Þjóðadeildinni á fimmtudag og Katar í vináttulandsleik nokkrum dögum síðar.

Jón Dagur er að spila með Vendsyssel í Danmörku en þar er hann í láni frá Fulham á Englandi.

Jón Dagur spilaði í dag allan leikinn þegar Vendsyssel tapaði gegn botnliði Hobro.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum. Það gerði Julian Kristoffersen fyrir Hobro á 58. mínútu.

Vendsyssel er með jafnmörg stig og Velje og Hobro í neðstu þremur sætum dönsku úrvalsdeildarinnar.

Jón Dagur, sem verður tvítugur í mánuðinum, fer nú til móts við landsliðið fyrir komandi leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner