Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. nóvember 2018 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso: Higuain þarf að læra að hemja sig
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso var einn af hörðustu og æstustu leikmönnum ítalska boltans á sínum tíma en í dag er hann þjálfari Gonzalo Higuain hjá AC Milan.

Milan tapaði fyrir Juventus á heimavelli í dag og átti Higuain skelfilegan leik gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum, þar sem hann klúðraði vítaspyrnu og fékk rautt spjald.

Higuain fékk gult spjald fyrir að brjóta á Medhi Benatia og annað gult fyrir að öskra á dómarann í kjölfarið. Hann trylltist og það tók samherja hans og andstæðinga góðan tíma að róa hann niður og koma honum útaf.

„Ég vona að Pipita (Higuain) biðji dómarann afsökunar á hegðun sinni. Hann þarf að læra að hemja sig við ákveðnar aðstæður," sagði Gattuso

„Það var mikil pressa á honum, að taka vítaspyrnu gegn sínu fyrrverandi félagi. Allir sem hafa spilað fótbolta vita að tilfinningarnar geta borið mann ofurliði.

„Við töpuðum fyrir liði sem er í öðrum gæðaflokki. Juventus er ekki bara besta liðið á Ítalíu, heldur er það komið á sama plan og Barcelona og Manchester City."


Juve er með sex stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar. Milan er í fimmta sæti, einu stigi frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner