Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. nóvember 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Getum gert það á köldum rigningardegi í Genoa"
Dries Mertens í baráttunni í gær.
Dries Mertens í baráttunni í gær.
Mynd: Getty Images
Frasinn „að geta gert eitthvað á köldum rigningardegi í Stoke," er stundum notaður í fótboltaheiminum.

Frasinn varð til árið 2010 í sjónvarpsumræðum á milli Richard Keys og Andy Grey. Þeir voru að tala um Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Gray hrósaði Messi en sagði jafnframt að hann myndi lenda í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni, hann myndi lenda í vandræðum í erfiðum aðstæðum í Stoke til að mynda.

Þegar Gray sagði þetta var Stoke með fínt lið í ensku úrvalsdeildinni. Liðið var líkamlega sterkt og með föst leikatriði sem sitt helsta vopn.

Heimavöllur Stoke á að vera mjög erfiður heim að sækja, sérstaklega í slæmu veðri.

Dries Mertens, leikmaður Napoli, virðist þekkja til frasans en hann birti mynd skemmtilega mynd á Facebook í gær.

Napoli vann 2-1 útisigur gegn Genoa í hræðilegum aðstæðum. Völlurinn breyttist í sundlaug eftir mikla rigningu. Í seinni hálfleikinn þurfti að stöðva leikinn þar sem aðstæður voru gífurlega erfiðar. Leikurinn hélt þó áfram og vann Napoli 2-1.

Eftir leikinn sagði Mertens: „Við getum gert það á köldum rigningardegi í Genoa."

Smelltu hér til að sjá myndskeið úr leiknum.


Athugasemdir
banner
banner