Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. nóvember 2018 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi í spelku eftir Jorginho - Ekki með gegn Belgum?
Icelandair
Mynd: Getty Images
Ólíklegt er að Gylfi Þór Sigurðsson verði með íslenska landsliðinu í landsleikjahlénu eftir að hafa meiðst í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jorginho tæklaði Gylfa illa í leiknum og fékk gult spjald fyrir en margir kölluðu eftir rauðu spjaldi. Gylfi fór útaf til að fá aðhlynningu en hélt leik áfram.

Marco Silva sagði í viðtali að leikslokum að hann búist ekki við að Gylfi gæti spilað með Íslandi í landsleikjahlénu. Nú virðist það vera nokkuð öruggt þar sem myndir voru að birtast af Gylfa í spelku.

Guðmundur Hilmarsson, fréttamaður hjá Morgunblaðinu, birti mynd af Gylfa í spelku á Twitter.

Ísland heimsækir Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn áður en Katar kíkir á Laugardalsvöll næsta sunnudag.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner