Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. nóvember 2018 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Háréttur dómur - Lewandowski var rangstæður
Lewandowski skoraði á fimmtu mínútu uppbótartímans.
Lewandowski skoraði á fimmtu mínútu uppbótartímans.
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Robert Lewandowski reyndi allt sem hann gat til þess að koma í veg fyrir tap Bayern München gegn Borussia Dortmund í gær.

Þessi lið eru erkifjendur og keppinautar um þýska meistaratitilinn. Það er nefnt 'Der Klassiker' þegar þessi lið mætast.

Liðin mættust í gær og hafði Dortmund betur 3-2 í frábærum leik.

Lewandowski skoraði bæði mörk Bayern og hann virtist vera að jafna metin á fimmtu mínútu uppbótartímans þegar hanns skoraði snyrtilegt mark.

Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Aðstoðardómarinn var viss í sinni sök og mátti hann vera það, þetta var hárrétt - það munaðði litlu en þetta var hárrétt. Frábærlega gert hjá dómaranum. Það verður líka að hrósa.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Lewandowski sem kom á 95. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner