Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. nóvember 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helmingur atkvæða talinn - Modric, Varane og Mbappe efstir
Messi og Ronaldo hafa einokað verðlaunin frá 2008
Modric var valinn leikmaður ársins hjá UEFA.
Modric var valinn leikmaður ársins hjá UEFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ballon d'Or-verðlaunin eru veitt ár hvert þeim leikmanni sem hefur staðið sig best í heiminum á því ári. Eric Mamruth, blaðamaður hjá RFI í Frakklandi, telur sig vita hvernig talningin stóð þegar búið var að telja helming atkvæða.

Mamruth segir í tísti hvernig staðan var eftir að helmingur atkvæða var talinn. Það eru blaðamenn sem kjósa um þessi verðlaun en franska tímaritið France Football heldur utan um þau.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa einokað verðlaunin frá 2008 en ef marka má Mamruth þá er líklegt að það verði nýr sigurvegari þetta árið.

Hann greinir frá því að eftir að þegar helmingur atkvæða var talinn, að þá var Luka Modric efstur, Raphael Varane í öðru sæti og ungstirnið Kylian Mbappe í þriðja sæti.

Modric fór fyrir liði Króata sem endaði í öðru sæti á HM. Modric var líka mikilvægur hlekkur í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina þriðja árið í röð.

Varane varð Heimsmeistari með Frakklandi og sigraði í Meistaradeildinni með Real Madrid. Mbappe var frábær í liði Frakka á HM og hefur verið öflugur með Paris Saint-Germain. Mbappe er aðeins 19 ára gamall.

Modric hafði betur gegn Ronaldo í valinu á leikmanni ársins hjá UEFA í ágúst.

Tilkynnt verður um sigurvegara þann 3. desember næstkomandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner