Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. nóvember 2018 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard og Bernardo Silva í skondnu viðtali fyrir stórleikinn
Bernardo Silva er lúmskt fyndinn.
Bernardo Silva er lúmskt fyndinn.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City fær nágranna sína í Manchester United í heimsókn. Þessi leikur skiptir alltaf miklu máli.

Þau á Copa 90 ákváðu að hita upp fyrir leikinn með skemmtilegu myndbandi þar sem Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, og Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, koma við sögu.

Þáttastjórnandinn Amelia Dimoldenberg ræðir við Lingard og Bernardo um allt frá fögnum til veðurs.

Amelia er þekkt fyrir að búa til nokkuð vandræðalega stemningu, viljandi og er útkoman oft fyndin þegar hún á í hlut.

Bernardo Silva kemur mjög skemmtilega fyrir í þessu myndbandi en í myndbandinu deilir hann meðal annars ást sinni á Queen og syngur Bohemian Rhapsody.

Amelia reyndi þá að leika eftir fagn sem Jesse Lingard tekur oft með ekki svo góðum árangri. Heiðarleg tilraun samt.

Báðir leikmenn eru sigurvissir fyrir leikinn í dag.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. City er á toppnum með 29 stig en United er í sjöunda sæti með 20 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner