sun 11. nóvember 2018 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva brjálaður - Býst við að Gylfi missi af landsleikjunum
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Everton, er ekki sáttur með tæklinguna hans Jorginho á Gylfa Þóri Sigurðssyni er Everton gerði markalaust jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge.

Jorginho fékk gult spjald fyrir tæklinguna en margir eru á því að hann hafi átt að fá rautt, enda hættuleg tækling.

Gylfi fór útaf til að fá aðhlynningu eftir tæklinguna en hélt leik áfram. Honum var svo skipt út fyrir Phil Jagielka á 76. mínútu.

„Sáuði tæklinguna hans Jorginho? Ég vona að við missum Sigurðsson ekki í meiðsli útaf þessari tæklingu," sagði Silva, sem býst ekki við að Gylfi geti spilað gegn Belgíu og Katar í landsleikjahlénu.

„Ég held hann geti ekki spilað í landsleikjahlénu. Það mun koma í ljós á næstu dögum."
Athugasemdir
banner