Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 11. nóvember 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiddist þegar hann ætlaði að taka aukaspyrnu
Smith var borinn af velli.
Smith var borinn af velli.
Mynd: Getty Images
Adam Smith, bakvörður Bournemouth, gæti verið frá í langan tíma eftir meiðsli sem hann hlaut í leik gegn Newcastle í gær.

Smith þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik í 2-1 tapinu gegn Newcastle í gær. Smith fékk aðhlynningu á vellinum áður en hann var borinn út af.

Smith meiddist þegar hann ætlaði að taka aukaspyrnu. Smith hætti við að taka spyrnuna og féll þá til jarðar. Smelltu hér til að sjá það þegar Smith meiddist.

„Þetta eru hnémeiðsli. Ég veit ekki nákvæmlega hversu alvarlegt þetta er en þetta mjög alvarlega út," sagði Eddie Howe, stjóri Bournemouth, eftir leikinn.

Bournemouth missti líka miðjumanninn Jefferson Lerma meiddan af velli í leiknum.

Þetta var annar sigur Newcastle í röð í deildinni og annar sigur liðsins í heildina. Bournemouth er í sjötta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner