Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. nóvember 2018 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Pogba fórnaði sér fyrir liðið
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er ekki í leikmannahópi Manchester United gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Pogba er að glíma við meiðsli og var ekki tilbúinn að taka þátt í þessum leik.

„Hann meiddist í leiknum gegn Juventus. Hann hélt leik áfram vegna þess að hann taldi leikinn svo mikilvægan fyrir liðið. Hann fórnaði sér fyrir okkur. Það var ómögulegt fyrir hann að ná þessum leik," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, um Pogba.

Þetta er mikið áfall fyrir United en þegar liðið vann City 3-2 á síðustu leiktíð var það Pogba sem hóf endurkomuna. Hann skoraði tvennu.

Marouane Fellaini tekur stöðu Pogba á miðjunni hjá United. Fellaini, Ander Herrera og Nemanja Matic spila á miðjunni hjá United.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner