Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. nóvember 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Andri fer á kostum með stuðningsmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason var að klára sitt fyrsta tímabil með sænska félaginu Helsingborg.

Óhætt er að segja að tímabilið hafi fengið vonum framar hjá Bolvíkingnum.

Hann var valinn besti leikmaður Helsingborg og endaði sem markakóngur B-deildarinnar með 16 mörk er Helsingborg vann sér sæti í úrvalsdeildinni sænsku.

Ekki alslæm uppskera hjá Andra Rúnari sem var á síðasta ári markakónugur Pepsi-deildarinnar með 19 mörk. Hann jafnaði markametið í efstu deild á Íslandi áður en hann fór út.

Andri er greinilega í miklum metum hjá stuðningsmönnum Helsingborg.

Eftir 3-1 sigur á Varberg í gær stjórnaði Andri söng með stuðningsmönnum.

Skemmtilegt myndband af þessu er hér að neðan en Birgir H. Stefánsson var á leiknum og tók þetta upp.


Athugasemdir
banner
banner